145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:50]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Forseti. Nú er klukkan að verða sex. Fyrsti forseti þingsins gerði ráð fyrir að hæstv. utanríkisráðherra yrði við umræðuna. Það bólar ekkert á ráðherranum. Ég vil segja það að ég tel að staða málsins sé orðin það alvarleg að þessi framkoma hæstv. ráðherra Gunnars Braga Sveinssonar spilli fyrir öllum samskiptum við ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Þá er ég að tala um samskipti við hvern einasta ráðherra þeirrar ríkisstjórnar. Það er ekki svo að hér séum við að ræða eitt tiltekið þingmál og einn tiltekinn ráðherra, eins og um það geti verið fjallað einangrað, þegar framkoman er svo lítilsvirðandi við Alþingi sem hér er og greinilegt að hvorki forsætisráðherra né forseti þingsins hafa nokkur tök á að færa það í sómasamlegan farveg.