145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:56]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir spurninguna. Við sjáum að augljóslega er umdeilt hvernig skipulagið á þessu á að vera. Í skýrslu Þóris Guðmundssonar er velt upp, að mig minnir, þremur eða fjórum möguleikum á þessu framtíðarskipulagi, en að endingu er það tillaga hans að farin verði sú leið sem hér er lögð til. Það kemur því frá aðila sem var að skoða þetta mál.