145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:57]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef svarað því hér að eftirlitið verði í rauninni með sama hætti og það er í núgildandi lögum, þ.e. hjá Ríkisendurskoðun, óháðum aðilum, alþjóðlegum aðilum þegar við erum með alþjóðleg verkefni o.s.frv. Hv. þingmaður þarf því ekki að óttast að eftirlitið verði lakara en í dag. Ráðuneytið er sjálft að sjálfsögðu alltaf hreint undir eftirliti.