145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:59]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað var því velt upp. Það er ekki réttlátt af þingmanni að segja að ekki sé ein tillaga tekin þarna út fyrir sérstaklega, það er einmitt tekið sérstaklega fram af skýrsluhöfundi að trúlega sé vænlegasta leiðin að fara þá leið sem er hér farin. Það er rétt að þrjár leiðir eru tilteknar, en á öðrum stað í skýrslunni er málið dregið saman og tillögur búnar til í framhaldinu og þar er lagt til að farin verði þessi leið.

Ég hugsa að það sé alveg sama hvaða leið við hefðum farið, hún hefði verið umdeild. Þetta er hins vegar það sem við teljum vænlegast til þess að styrkja þróunarsamvinnu. Þetta er sú leið sem langflestir fara í dag, samstarfsríki okkar og aðrir. Þetta er leið sem við teljum að muni skila okkur á miklu betri stað en við erum á í dag.