145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:06]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið og tek undir réttláta reiði hv. þingmanns um að áhugaleysi stjórnvalda og þær litlu áherslur sem manni finnast vera í loftinu þegar kemur að þróunarsamvinnu. Því miður finnst mér það frumvarp sem við ræðum hér vera merki um ákveðið metnaðarleysi í málaflokknum. Orðið sem ég var að leita að í fyrra andsvari mínu var stefnumörkun. Það sem mig langar að velta fyrir mér varðandi stefnumörkun sjálfstæðrar stofnunar er að það er allt annað samtal á milli ráðherra og stjórnenda faglegrar stofnunar sem beitir sér fyrir verkefni sínu, hann beitir sér faglega út á við en ekki síður inn á við. Ég (Forseti hringir.) hef áhyggjur af þessu metnaðarleysi, að þetta dragi úr metnaði.