145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:47]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég verð að taka undir þá ósk að hæstv. utanríkisráðherra komi hingað og ræði þetta mál við okkur. Hann hélt ræðu áðan og ég tók eftir því að þá strax komu fram hugmyndir, fólk fór að ræða saman. En þegar ekkert er samtalið þróast hugmyndin auðvitað ekkert áfram. Tekið var stutt spjall um aðrar útfærslur eins og til dæmis það að setja ÞSSÍ inn í ráðuneytið en leggja samt ekki stofnunina niður. Sú hugmynd hefur ekki verið rædd alvarlega við hæstv. utanríkisráðherra síðan hún kom upp í þingsal. Ég hefði jafnframt viljað inna hæstv. utanríkisráðherra frekar eftir svörum um hvað hann sjái þeirri hugmynd til foráttu að styrkja ÞSSÍ frekar en að leggja hana niður.