145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:48]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tel rétt að við bíðum þar til hæstv. ráðherra kemur í hús. Ekki hafði nú hæstv. ráðherra mikið úthald í umræðunni. Það voru kannski rétt rúmir tveir tímar með matarhléi. Það er ekki langt úthald fyrir mann í svo ábyrgðarmikilli stöðu að geta ekki setið hér í meira en rúma tvo tíma undir stærsta málinu sem hann telur að hann þurfi að koma í gegnum þingið. Það er slæmt að hann skuli ekki vera hér og sýna þinginu þá virðingu að hlusta á umræðuna, taka þátt í henni og svara fyrir það sem spurt er um. Mér finnst að hæstv. ráðherra ætti að sýna öllum þingmönnum þá virðingu sem eftir eru á mælendaskrá í kvöld að sitja út umræðuna og hlusta á þá. Ég geri þá kröfu til hæstv. forseta að hann geri hlé á fundi þar til ráðherra er kominn í hús.