145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:51]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er alltaf þetta yfirlæti: Já, það er bara frábært að heyra hérna góðar ræður þingmanna stjórnarandstöðunnar, höldum þessum fundi áfram. En það er enginn hér sem ræðir þetta mál við okkur, það er vandinn. Þess vegna köllum við ítrekað eftir því að einhverjir komi hingað upp og svari spurningum okkar og lýsi því fyrir okkur hvers vegna í fyrsta lagi keyra þarf þetta mál með þeim hætti sem hér er verið að gera, í öðru lagi hvers vegna málið er svo mikilvægt að það þarf að afgreiða þarf með þeim hraði úr nefnd á aðeins tveimur dögum þrátt fyrir mikil mótmæli nefndarmanna. Það þekkist varla að menn fari svona hratt með mál hér í gegn, sérstaklega ekki umdeild mál. Mér er það minnisstætt að meira að segja í umdeildum málum í atvinnuveganefnd hefur meiri hlutinn þó alla vega leyft minni hlutanum að tæma sig í umræðu um mál áður en það kemur inn í þingið, alla vega í flestum tilfellum. (Forseti hringir.) Það er það sem við erum að mótmæla hér að ekki sé gert.

Ég bið um að farið verði yfir það með þingflokksformönnum hvernig staðið var að afgreiðslu málsins úr nefnd.