145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:58]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Eins og komið hefur fram lá fyrir að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon óskaði eftir því að bera upp spurningar við hæstv. ráðherra. Hæstv. ráðherra gat auðvitað fylgst vel með mælendaskrá og séð hvenær hv. þingmaður væri á mælendaskrá, en hann kaus að láta sig hverfa þegar hv. þingmaður kom í ræðustól. Það er undarlegt að utanríkisráðherra fylgist ekki betur með, eða var það að ásettu ráði sem hann lét sig hverfa?

Allt þetta gerir það að verkum að andrúmsloftið í þingsal verður miklu þyngra gagnvart stjórnvöldum, gagnvart hæstv. ráðherra. Með þessu kemur utanríkisráðherra svo illa fram við þingið og sýnir því í raun lítilsvirðingu sem ekki er hægt að bjóða þinginu, æðstu stofnun landsins. Þetta er ekki Kaupfélag Skagfirðinga.