145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[22:00]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Eins og þekkt er hef ég tilhneigingu til að verja hæstv. ráðherra, líka framsóknarráðherra, og vil gera það líka núna. Ég man ekki betur en hæstv. ráðherra hafi verið hér við alla 1. umr., hann hefur verið hér við hluta af 2. umr. og hann er búinn að svara hér fjórum andsvörum og halda ræðu í dag. Mér finnst því málið, sem ekki er nú stærra en þetta, hafa fengið mjög mikla efnislega umræðu, rök fram og til baka. Ég held því að verið sé að gera of mikið veður út af engu eða litlu.