145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[22:01]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem hingað aftur til að ítreka að ég styð það að fundinum verði hreinlega slitið. Það er mjög gott að hv. þm. Brynjar Níelsson skuli koma hingað og verja ráðherrann. Hann er fyrrum formaður Lögmannafélagsins og mjög sterkur lögfræðingur og örugglega fínn í að verja, en mér finnst hann vera að verja mjög slæman málstað núna, ef ég á að segja alveg eins og er.

Þetta er mjög mikilvægt mál og búið er að fara ítrekað fram á það að ráðherra verði í salnum. Tilkynnt var hátíðlega í gær að hann yrði hér í dag eftir að hann kæmi erlendis frá til að svara spurningum og til að fylgjast með umræðunni og þá er alveg lágmark að staðið sé við það. Mér finnst alla vega bragur að því fyrir Alþingi Íslendinga að staðið sé við það sem sagt er. Ég hef margoft komið hingað upp í ræðustól og mært hæstv. utanríkisráðherra því að mér finnst hann hafa staðið sig að mörgu leyti vel, en í þessu máli gerir hann það ekki. Ég veit ekki hvort hann er að lítilsvirða okkur, en hann er alla vega að lítilsvirða þá þingmenn sem eru að biðja hann um að fá að spyrja spurninga.