145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[23:08]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og hv. þingmanni er von og vísa, sanngjarn maður sem horfir á í lausnum. Ef sparnaður er fyrir skattgreiðendur þá samþykkir hann. Hér hefur komið fram að það er enginn sparnaður fyrir skattgreiðendur. Ég hef leitt að því líkur að aukinn kostnaður verði vegna þess að við vitum ekkert nema einhverjir starfsmenn nýti sér biðlaunarétt og það kostar. (BN: Ég sagði meira fyrir peninginn … sparnaður.) Það kostar.

Hitt atriðið sem hv. þingmaður talaði um, sem ég hafði nú ekki skrifað hjá mér á þeirri mínútu, þar sem hv. þingmaður sagði að ef við töpuðum sérþekkingu og ef þetta kostaði meira þá muni hann greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Mér finnst ég þegar hafa náð miklum árangri með minni 20 mínútna ræðu og þessu stutta andsvari við hv. þm. Brynjar Níelsson. Vegna þess að rétt hugsandi maður eins og hann er að gera hér, hann leggst yfir málið, ég kvíði ekki þeirri niðurstöðu hvernig hann greiðir atkvæði miðað við það hvernig hann leggur þetta upp. (Gripið fram í: Þú átt nú eina ræðu eftir.)