145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

lengd þingfundar.

[15:22]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég hlýt að leiðrétta þau rangindi sem komu fram í orðum hv. 9. þm. Reykv. s., Helga Hjörvars, um að enginn stjórnarþingmaður styðji þetta góða mál sem við ætlum að ræða fram eftir degi og kvöldi. Ég bið þingmanninn um að taka betur eftir vegna þess að strax þegar mælt hafði verið fyrir því lýsti ég yfir stuðningi mínum við það, enda málið gott. Ég hvatti til þess að það yrði samþykkt og hvet til þess enn og ef eitthvað er, þá harma ég það að málið skuli ekki hafa komið fram fyrr, því að það er bæði þarft og gott. Ég bið þingmanninn að taka eftir því að ég er búinn að lýsa yfir stuðningi við málið og utanríkisráðherra er ekki eini maðurinn á þingi úr hópi stjórnarliða sem styður málið.