145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:53]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kann að vera að okkur greini á um hvort það hafi komið fram slík rök hér í þingsal að tilefni sé til þess að fresta gildistökunni. Ég met það þannig að svo sé ekki.

Ég ætla hins vegar að strika út úr minninu það sem hv. þingmaður sagði og vitnaði beint í Þóri Guðmundsson á fundi utanríkismálanefndar. Ég hélt að það mætti ekki. Ég hélt að það væri ekki gert, að vitna orðrétt í menn af fundum. En það er kannski eitthvað sem er nýtt og má í þingsal. Mig minnir endilega að einhver þingmaður hafi verið víttur fyrir slíkt. Það er kannski breytt nálgun, herra forseti, á hvað má orðið í þingsal eða ekki? En ég veit ekki betur en að það sé brot á þingsköpum að vitna orðrétt í menn af fundum þingnefnda. Ég spyr virðulegan forseta hvort að svo sé.