145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:17]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil í fyrsta lagi lýsa yfir miklum vonbrigðum með að hæstv. utanríkisráðherra sé ekki í salnum. Einhvern veginn hafði ég von um að hann mundi stökkva til ásamt utanríkismálanefnd og finna sáttaflöt á málinu. Ef hann sæti hér inni og hlustaði á rök okkar hélt ég að hann sæi sér leik á borði að finna út úr því hvernig hægt væri að ljúka málinu í sátt.

Í öðru lagi vil ég spyrja forseta hvort hann hafi kallað eftir hæstv. utanríkisráðherra og beðið hann að vera í salnum.

Í þriðja lagi vil ég spyrja hvert valdsvið forseta Alþingis er í raun ef hæstv. ráðherrar hlýða ekki kalli forseta þegar þeir eru kallaðir (Forseti hringir.) í þingsal.