145. löggjafarþing — 41. fundur,  26. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[11:15]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er orðin löng umræða um þetta mál sem snýr eingöngu að því að sameina litla stofnun við litla skrifstofu í utanríkisráðuneytinu. (Gripið fram í.) Þarna er verið að taka sirka tíu manns sem eru á skrifstofu í næsta húsi við utanríkisráðuneytið og búa til sterka og stóra deild, skrifstofu sem mun sinna þróunarmálum, tvíhliða og marghliða. Við munum fá út úr þessu betra starf, fólk sem getur deilt sín á milli þekkingu og reynslu. Við munum fá miklu meira fyrir þann pening sem við setjum í þetta í dag. Við munum fá meira hagræði í mannskap, í alls konar stoðþjónustu og hinu og þessu. Fjárhagslegt hagræði mun ekki skila sér strax, það er alveg ljóst, allir hafa vitað það og það hefur komið hér fram, en ýmislegt annað hagræði verður af þessu. Við verðum með sterkt lið sem vinnur saman að einu markmiði og það þarf að gera miklu betur en við gerum í dag í þróunarsamvinnu sem við sinnum þó býsna vel.

Varðandi fjárframlögin höfum við betri tíma til að fara yfir það mál síðar.