145. löggjafarþing — 41. fundur,  26. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[11:16]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta skref sem verið er að stíga hér er afturför í þróunarsamvinnu á tímum þegar meiri þörf er fyrir öflugt og faglegt þróunarstarf en nokkru sinni. Hér er stofnun með góðan orðstír lögð niður og gerð að skúffu í ráðuneytinu, það er enginn sparnaður af aðgerðinni, engin fagleg rök færð fyrir ákvörðuninni og enginn sjáanlegur ávinningur. Það hefur verið gjörsamlega sorglegt að fylgjast með þessu máli, þetta er gert með þvílíku offorsi að málsmeðferðinni sjálfri hefur verið stórlega áfátt í þinginu og það hefur auðvitað verið til skammar líka. Þetta er vanvirðing við þingið sjálft, þetta er vanvirðing við sjálfstæði stofnana og faglegt starf innan stjórnsýslunnar og mikil afturför í málaflokknum sjálfum.