145. löggjafarþing — 41. fundur,  26. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[11:36]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér erum við komin á gamalgrónar lendur og vil ég þakka hv. þm. Jóni Gunnarssyni kærlega fyrir innleggið en það er svo langt síðan við höfum heyrt útskýringar hans á bók hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar. En aðalatriðið hér núna er að við erum að reyna að skapa einhvers konar þverpólitíska leið til að lenda þessu máli þannig að það komist úr þeim vonda jarðvegi sem það hefur verið í, það er það sem skiptir máli. Ég vona að vinnan í utanríkismálanefnd verði þannig að fólk geti fundið sameiginlegan flöt á þessu máli sem er mjög erfitt.

Ég vil halda því til haga að ég var ákaflega stolt af minni þjóð þegar ákveðið var að reyna að stíga í takt við þjóðirnar í kringum okkur varðandi viðmiðunina sem við ætluðum að setja okkur í þróunarsamvinnu. Við skulum reyna að halda okkur í agaðri og faglegri umræðu í þingsal í dag, vinsamlegast.