145. löggjafarþing — 42. fundur,  27. nóv. 2015.

opinber fjármál.

148. mál
[11:37]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Frumvarpið sem við greiðum atkvæði um hefur verið í undirbúningi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá 2011 og í vinnslu fjárlaganefndar á þremur þingum. Með því setur Alþingi alþingismönnum og framkvæmdarvaldinu betri vinnureglur og umgjörð um vandaða stefnumótun í ríkisfjármálum og bætta áætlunargerð.

Rými fyrir umræður á Alþingi og í samfélaginu í heild um ríkisfjármál og stefnu fagráðuneyta er auk þess rýmkað verulega. Þrátt fyrir málamiðlanir meiri hlutans sem gerðar hafa verið með breytingartillögum mun Samfylkingin styðja breytingartillögur minni hlutans þar sem þær ganga lengra en breytingartillögur meiri hlutans. Samfylkingin greiðir atkvæði gegn 7. gr. frumvarpsins, um fjármálareglur, en samþykkir frumvarpið í heild.