145. löggjafarþing — 42. fundur,  27. nóv. 2015.

opinber fjármál.

148. mál
[11:58]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Það var alveg viðbúið að menn hefðu skoðun á bæði fjármálareglunni og 10. gr. sem er lögbinding þess að treysti fjármálaráðherra og ríkisstjórn sér ekki til að fylgja þessum nokkuð stífu fjármálareglum, sérstaklega um rekstrarafgang og skuldaviðmið, þurfi að taka um það sérstaka umræðu í þinginu. Það er megininntak þessara breytinga, þeirrar reglu sem er að finna í samspili greinanna. Í 10. gr. segir einfaldlega að ef það verði efnahagsáföll og fjármálaráðið muni hafa skoðun á því sem gefa tilefni til að víkja frá áætluninni til lengri tíma þurfi að taka um það sérstaka umræðu í þinginu. Mér finnst það til þess fallið að styrkja aðkomu þingsins að grundvallarákvörðunum, mér finnst að engin ríkisstjórn ætti í framtíðinni að kveinka sér undan því að þola umræðu um það hvort þær aðstæður hafi skapast að tilefni sé til að víkja frá reglunum. (Forseti hringir.) Með þessu samspili held ég að við höfum fengið mjög heilbrigt jafnvægi til að geta brugðist við óvæntum, ytri efnahagsáföllum sem sannarlega geta orðið og munu verða.