145. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2015.

framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans.

[15:07]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Virðulegi forseti. Heilbrigðismál eru viðkvæmur málaflokkur og það er algjörlega staðreynd að þessi málaflokkur hefur á undanförnum árum, og sérstaklega á síðasta kjörtímabili, mátt sæta allt of miklum niðurskurði. Það er þess vegna mikið fagnaðarefni að þessari ríkisstjórn hafi tekist að auka fjárframlög til heilbrigðismála allverulega og það undir forustu hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur sem formanns fjárlaganefndar. Þessi ríkisstjórn stöðvaði niðurskurð fyrri ríkisstjórnar í heilbrigðismálum, jók strax við heilbrigðismál um 6,8 milljarða að raunvirði, eða 5,4% milli fjárlaga 2013 og 2014, og fjármagn til Landspítalans hefur aukist um 20%. (BirgJ: Þetta er ekki fundarstjórn …)

Virðulegur forseti. Ég verð að segja það, af því að hér var tekin upp umræða um hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, að það er eitt sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, (Forseti hringir.) á skilið. Það er það (Forseti hringir.) að hún hefur ávallt verið tilbúin (Forseti hringir.) til þess að forgangsraða í ríkisfjármálum (Forseti hringir.) með heilbrigðisþjónustu að leiðarljósi. Og það hefur verið gert af þessari ríkisstjórn og verður gert áfram í tíð hennar og þess sér meðal annars stað í fjárlögum þessa árs (Forseti hringir.) og það fáum við að sjá áfram út þetta kjörtímabil.