145. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2015.

framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans.

[15:09]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég skildi nú ekki kvartanir þeirra þingmanna sem töluðu hér áðan, á undan síðasta ræðumanni, á þann veg að hér væri kallað eftir efnislegri umræðu um heilbrigðiskerfið, eins mikilvæg og hún þó er. Hins vegar var talað um það hvernig sumir hv. þingmenn (ÁsmD: Hún leggur áherslu á …) koma fram við nefndargesti.

Ef þetta eru viðbrögðin sem nefndargestir geta búist við, hvernig eiga þeir að haga sér á nefndafundum? Eiga þeir að passa sig á að viðkvæmt stolt hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur sé ekki sært? Það er jú formaður fjárlaganefndar sem á í hlut og það vantar peninga alls staðar í kerfinu. Það er mjög mikilvægt að viðmót hv. formanns fjárlaganefndar sé þannig að fólk treysti sér til að tala af heilindum og heiðarlega um málefnin án þess að vera sakað um andlegt ofbeldi, sem ég tel að sé hugtak sem við eigum að bera meiri virðingu fyrir en þetta. (BirgJ: Heyr, heyr.)