145. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2015.

loftslagsmál.

[15:32]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég hef valið mér miðjustefnu. Hún er mitt lífsgildi. Ég tel að sígandi lukka sé yfirleitt best. Ég er ekki öfgafull manneskja og ég er mjög sátt við þá stefnu sem við erum með núna. Ég mun ekki styðja stefnu Vinstri grænna. Mér finnst líka sérkennilegt að síðasta ríkisstjórn hafi hafið olíuvinnslu og sé svo hætt við hana núna. Ég styð alltaf rannsóknir og framfarir. Ég ætla ekkert að stöðva tímans rás. Þeir tímar geta komið að við þurfum á því að halda. Mér finnst betra að eiga olíu á landgrunninu en að vera að flytja hana með tilheyrandi loftslagsbreytingum sunnan úr höfum.