145. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2015.

lögmæti smálána.

311. mál
[16:32]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F):

Við ræðum um smálánafyrirtækin og ég þakka fyrir þær fyrirspurnir sem hafa komið hér og tækifæri til að ræða málið. Málefni smálánafyrirtækja hafa oft verið á dagskrá efnahags- og viðskiptanefndar og hefur ekki komið til af góðu. Þessi fyrirtæki hafa afskaplega augljóslega sniðgengið anda laganna um að ekki skuli leggja á hærri vexti en 50% plús stýrivexti Seðlabankans. Vextirnir nálgast í raun 2.000–3.000% eins og úrskurðað hefur verið af Neytendastofu.

Þótt hér hafi komið fram að auðvitað geti fólk borið fyrir sig að hérna séu ólögmætir viðskiptahættir eða jafnvel verið að nýta sér bágindi viðkomandi er ekki á færi þeirra sem eru í bágri aðstöðu að hefja einhverjar málsvarnir á grundvelli greina í samningalögum heldur held ég að lausnin felist í því að Neytendastofu verði falið að gæta þess að þetta ákvæði samningalaganna sé ekki brotið, ég man ekki númer hvað það var, 36. gr. held ég, að Neytendastofa hafi eftirlitsskyldu (Forseti hringir.) með þessu ákvæði fyrir neytendur.