145. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2015.

lögmæti smálána.

311. mál
[16:35]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Ég hef lengi velt fyrir mér þessum svokölluðu smálánum og réttarfari varðandi þau mál. Ég hef margoft velt því upp og spurt hvernig væri með 36. gr. samningalaga um bersýnilega ósanngjarna samningsskilmála og eins líka hegningarlagaákvæði þar sem menn notfæra sér neyð og bágindi viðskiptamanna. Ég get vel fallist á að mikið af þessum smálánum sé okurlán, að það sé verið að notfæra sér neyð og bágindi.

Þegar málið hefur komið til efnahags- og viðskiptanefndar hefur það komið undir Neytendastofu. Ég beini þeim tilmælum til hæstv. innanríkisráðherra að Neytendastofa athugi þessa tvo lagabálka og hvort þeir nái virkilega ekki yfir smálán vegna þess að þarna er verið að notfæra sér vesaldóm fólks með afarkjörum.

Virðulegi forseti. Ekki slá í bjöllu, ég er hættur. Ég hef lokið máli mínu. [Hlátur í þingsal.]