145. löggjafarþing — 44. fundur,  30. nóv. 2015.

peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

139. mál
[17:27]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Brynjar Níelsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er að reyna að átta mig á þessu; hvert er tjónið og hver er skaðinn, og náum við ekki markmiði þessa frumvarps sem er tillögur þess hóps sem hér var nefndur, FATF, þó að við höfum krónur? Ég átta mig ekki á þessu. Nú er innri markaðurinn ekki einu sinni allur með evrur, og krónan er lögeyrir okkar. Ég er bara að reyna að átta mig á því hver er skaðinn og hvaða máli þetta skiptir. Getur hv. þingmaður upplýst mig um það?