145. löggjafarþing — 44. fundur,  30. nóv. 2015.

sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007.

60. mál
[17:32]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar í þessu máli. Álitið er stutt. Við fengum til okkar gesti og fjölluðum aðeins um málið. Við teljum rétt að taka undir þau sjónarmið sem í því birtast þess efnis að skýrsla rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um viðbrögð og starfshætti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásakana um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot vígðra þjóna og annarra starfsmanna kirkjunnar geti orðið grundvöllur ákvörðunar ráðherra, að fenginni umsögn nefndar, um að taka skuli kröfu um sanngirnisbætur til meðferðar.

Við leggjum til að málið verði samþykkt óbreytt og undir það skrifa allir nefndarmenn sem viðstaddir voru, þ.e. sú sem hér stendur og hv. þingmenn Guðmundur Steingrímsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Karl Garðarsson, Hörður Ríkharðsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Vilhjálmur Árnason.