145. löggjafarþing — 46. fundur,  3. des. 2015.

sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007.

60. mál
[11:15]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vil bara byrja á að þakka hv. þm. Ögmundi Jónassyni fyrir að hafa leitt þetta mál til lykta og ég fagna því að þingið ætlar að klára málið. Það er búið að bíða mjög lengi sem er eiginlega þinginu til vansa, ég verð að segja það, en það er gott að þetta er að gerast í dag og þótt fyrr hefði verið. Ég vil líka að segja að við ættum að gera meira af því þegar við erum sammála um einhverja hluti að koma þeim hratt og vel í gegnum Alþingi. Það skiptir svo miklu máli bæði fyrir starfsandann hér inni og fyrir samfélagið í heild.