145. löggjafarþing — 46. fundur,  3. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[18:36]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi aukin útgjöld sem sveitarfélög verða fyrir í kjölfar aukins ferðamannafjölda tel ég alveg réttmætt að þau fái einhvern hluta af því beint til sín sem tekjustofn. Þess vegna legg ég til að við aðgreinum til dæmis borgarskatt frá gistináttagjaldi til að einfalda það.