145. löggjafarþing — 46. fundur,  3. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[18:48]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni þetta svar. Ég get ekki sagt nákvæmlega hvað fór fyrir brjóstið á hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni en ég hef reynt að gera það eftir bestu getu. Hins vegar dettur mér í hug varðandi þjóðkirkjuna og trúfélög að kannski ættum við að skrá Litla-Hraun sem nýtt trúfélag. Þá mundi það örugglega fá betri tekjur en nú. Það væri kannski góð lausn á vandamálinu að skrá Litla-Hraun sem trúfélag þannig að þeir sem annt er um að þessi veikasti hópur samfélagsins fá viðeigandi þjónustu geti gert það beint með skattpeningum sínum.

Varðandi kirkjujarðasamkomulagið er það mál sem skoða þarf betur. Mér skilst að það sé í bígerð. Hins vegar er það þannig að við erum með þjóðkirkju, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við erum með ákveðið samkomulag við hana og því verður að hlýða þar til við finnum einhverja leið út úr því.