145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:10]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegi forseti. Það er þvert á móti hér sem eru þær upphæðir sem máli skipta í þessu frumvarpi. Ef ekki væri arðurinn sem greiddur er úr Landsbankanum upp á 26 milljarða þá væri ríkissjóður rekinn með halla á árinu 2015. Afgangurinn, 21 milljarður, er lægri tala en arðurinn úr Landsbankanum. Það er full ástæða til þess fyrir alla þingmenn að hafa þetta hugfast því það afhjúpar það aðhaldsleysi sem nú á vaxandi þenslutímum einkennir stjórn ríkisfjármála, ekki síst á tekjuhliðinni.