145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:14]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Við erum að greiða atkvæði um aukafjárframlög til ferðamannastaða, ekki satt?

Viðlíka tillaga var felld hér. Minni hlutinn lagði fram tillögu, reyndar bara um 600 millj. kr., og stjórnarmeirihlutinn felldi þá tillögu í desember. Það liðu ekki margar vikur frá því að stjórnarmeirihlutinn felldi þá tillögu að ríkisstjórnin samþykkti og sagði að nauðsynlegt væri að bæta við fjármagni til að mæta vanda á þessum stöðum.

Herra forseti. Þetta lýsir ekki bara lélegri fjármálastjórnun heldur opinberar þetta í annað sinn stefnuleysi stjórnvalda í málefnum ferðaþjónustunnar, og hér er verið að drulluredda, afsakið orðbragðið.