145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:20]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um 20 millj. kr. viðbótarframlag til reksturs fangelsanna í landinu. Það er mikið fagnaðarefni að meiri hluti fjárlaganefndar lagði þetta til. Það liggur hér á þingskjali og vonast er til að sem flestir þingmenn greiði þessari tillögu atkvæði sitt. Svo ber að geta þess að 45 milljónir eru að koma aukalega inn í fjárlög 2016 til reksturs fangelsanna. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur nú til, með nokkurra daga millibili, nýjar 65 milljónir inn í rekstur fangelsanna og er það fagnaðarefni miðað við umræðu um þessi mál á þessu ári.