145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:39]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp til þess að segja já við því að eldri borgarar og örorkulífeyrisþegar fái sambærilegar hækkanir og launafólk á Íslandi og við sem heyrum undir kjararáð, að almannatryggingar hækki aftur til 1. maí 2015.

Hvað kostar þessi aðgerð sem felur í sér félagslegt réttlæti? Hún kostar 6,6 milljarða. Með þessum fjáraukalögum erum við einmitt að samþykkja afgang upp á rúma 20 milljarða. Þar af nákvæmlega 6,6 milljarða tekjuaukningu ríkissjóðs vegna virðisaukaskatts og annarra skatta á viðskipti með vöru og þjónustu. Það er til að mynda hækkunin á matarskatti, sem bitnaði mest á þeim sem lægstar tekjurnar hafa, sem skilar okkur þeim 6,6, milljörðum sem við þurfum til þess að gæta jafnræðis fyrir alla íbúa þessa lands.

Ég er hissa á því að sjá að þingmenn Framsóknarflokks (Forseti hringir.) og Sjálfstæðisflokks ætla ekki að standa með okkur í minni hlutanum í þessu.