145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:42]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um hvort lífeyrisþegar eigi að fá bætur greiddar afturvirkt líkt og flestallir hópar samfélagsins hafa fengið kjarabætur sínar greiddar afturvirkt á þessu ári. Kjararáð hefur nú þegar úrskurðað okkur sem hér sitjum inni kjarabætur aftur í tímann og nú er komið að okkur að sjá til þess að sá hópur, þ.e. lífeyrisþegar, sem er hvað útsettastur fyrir að búa við fátækt fái líka sínar bætur greiddar afturvirkt. Að sjálfsögðu segi ég já.