145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:49]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Mér skilst að það sé bara komið blússandi góðæri. Ég skil það ekki alveg þar sem þingið virðist ætla að hafna þessari breytingartillögu. Þetta er gífurlega mikið sanngirnismál, aldraðir og öryrkjar eiga þetta skilið, þessar bætur. Þetta eru þeirra laun og þau eiga að vera afturvirk eins og launin okkar. Mér finnst þetta vera sorgleg stund. Mér finnst sorglegt að Alþingi ætli að hafna þessari breytingartillögu sem hefur svo mikið að segja um samfélagið.

Hvernig er hægt að hafa það á samviskunni að segja nei við þessari breytingartillögu? Ég bara spyr. Ég segi já.