145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:50]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Nú kem ég inn í þessa atkvæðagreiðslu með stuttum fyrirvara sem varaþingmaður og það eru ekki útskýringar á þessu blaði, en rökin sem ég heyri frá þingmönnum eru þau sem ég bjóst við. Mér detta ekki í hug neinar röksemdafærslur fyrir því að segja nei. Ég tek undir með Árna Páli Árnasyni, að ég mundi vilja heyra af hverju þetta ætti ekki að vera afturvirkt eins og hjá okkur. Nokkrir þingmenn stjórnarinnar hafa fengið tækifæri til að útskýra sitt nei en ekki gert það, en sjálfur hæstv. fjármálaráðherra á eftir að gera grein fyrir atkvæði sínu þannig að hann getur kannski bara talað fyrir allan stjórnarmeirihlutann. Ég segi já.