145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[15:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það er mjög eðlilegt að hv. stjórnarandstaða gagnrýni stjórnarmeirihlutann og á eðli málsins samkvæmt að gera það. En það er svolítið sérstakt þegar menn gagnrýna það að heimilin í landinu hafi það betra. (Gripið fram í.) Það getur ekki verið markmið að vera með bætur. Ef skuldastaða allra væri góð, þá væru engar vaxtabætur. Þegar það gerist að hagur fjölskyldna batnar og þar af leiðandi greiðist minna af bótum út, það eru góðar fréttir. Vonandi munum við sjá þennan lið lækka vegna þess að heimilin hafa það betra því það er það sem er að gerast. Þessi málflutningur hv. stjórnarandstöðu er fullkomlega óskiljanlegur.