145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:57]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að útiloka það að þessir styrkir til rannsókna á ferðamönnum fari með einhverjum hætti fram í fjarnámi á Akureyri, talandi um að allir passi upp á sitt kjördæmi. Háskólinn á Bifröst vann fyrir ríkisstjórnina akkúrat rannsóknir á ferðamönnum á síðasta ári. Ég lít svo á að þó að Stjórnstöð ferðamála hafi hattinn í þessu verkefni sæki aðilar reynslu þangað sem hún er til staðar, annað væri óeðlilegt, og ég nefndi Hagstofuna. Það er mjög eðlilegt að þeir aðilar sækist eftir samstarfi við stjórnstöðina.

Varðandi þau vinnubrögð í fjárlaganefnd sem spurt er um, að verið sé að veita fé í ýmis verkefni, þá er á blaðsíðu 10 sérstakur kafli akkúrat um styrkveitingar og félagasamtök þar sem kom í ljós í fjárlagavinnunni að það fyrirkomulag um þessa potta í ráðuneytunum var bara alls ekki að virka. Ég hvet þingmenn til að lesa þann kafla (Forseti hringir.) á blaðsíðu 10. Þar kemur fram að sami aðilinn kannski getur verið að sækja sér fé á þremur stöðum án þess að einn viti af öðrum. Við erum að taka á þessu (Forseti hringir.) og leggjum til að stofnuð verði þingmannanefnd til að fara ofan í nákvæmlega þessi mál.