145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:21]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég skal alveg vera sammála því að sóknaráætlunin er mjög fín áætlun og gott að fjármagna hana. Það sem ég er að ýja að er að ríkið fær tekjuskatt af fyrirtækjum og það fær virðisaukaskatt af færslum þó að það sé á svæðum sveitarfélaganna. Alveg eins og sveitarfélög fá útsvar af tekjuskatti einstaklinga ættu þau að fá útsvar af tekjuskatti fyrirtækja og ættu að fá hlutdeild af virðisaukaskattinum þannig að þau geti sjálf fjármagnað þau mál sem þau vilja greinilega forgangsraða eftir ákveðinni aðferð.

Það var það eina sem ég benti á; að leyfa þeim að halda því fjármagni sem verður til hjá þeim til þess að fjármagna þau verkefni sem þau vilja vinna.