145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:09]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Búið er að auka framlögin til skattrannsóknarstjóra um 114% frá 2007 meðan ríkisútgjöldin hafa aukist um 73%. Það er því ekki þannig að þessu hafi ekki verið sinnt, að ekki hafi verið bætt í.

Mér finnst þetta, virðulegi forseti, ekki vera mjög ábyrgt. Sömuleiðis er það þannig að við getum auðvitað sett meira í arðgreiðslurnar, en þá erum við ekki að fara eftir vinnulaginu sem hv. þingmaður kallar oft eftir. Nú er hv. þingmaður að vísu mun hófstilltari þegar hún gagnrýnir vinnubrögð hv. fjárlaganefndar, hún hefur setið og hlustað á sveitarfélögin koma með ákveðnar óskir og reynt hefur verið að koma til móts við þær eins vel og hægt er. Hv. þingmaður er sömuleiðis með tillögu sem mér finnst vera skynsamleg og ég hef hugsað mér að styðja, en hægt væri að nota sömu röksemdafærslu, sem hv. þingmaður hefur að vísu ekki gert, með sömu stóryrðum og félagar hennar í stjórnarandstöðunni, en mér finnst hv. þingmaður mætti vera (Forseti hringir.) sanngjarnari í þessu og mér finnst þær tillögur ekki vera trúverðugar sem kynntar hafa verið.