145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:13]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann þar sem hún hefur nú lengri reynslu í fjárlaganefnd en ég: Til hvers er ætlast af fjárlaganefnd? Hv. þingmaður hlustar á öll þessi sveitarfélög, hún er allt haustið að hlusta á sveitarfélög. Til hvers, ef það er ekki til þess að koma til móts við þau? Mér finnst það vera svolítið lágkúrulegt, ég get ekki sagt annað, þegar þingmenn úr Norðausturkjördæmi hneykslast á því að eitthvað skuli fara í Norðvesturkjördæmi. Erum við ekki komin á svolítið lágt plan þegar við erum komin í einhvern meting um það? (Forseti hringir.) Ég er alveg tilbúinn að fara (Forseti hringir.) yfir meðaltalið ef við ætlum að flokka fjárveitingar eftir kjördæmum.