145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:18]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Ég ætla þá að taka fyrir tryggingagjaldið. Ég tek undir það að eru auðvitað vonbrigði að það skuli ekki vera lækkað hraðar en raun ber vitni, en vonandi rætist nú úr því. Hv. þingmaður talar um að lækka eigi tryggingagjaldið, en á sama tíma talar hún um að til greina komi að sveitarfélögin fái hlutdeild í tryggingagjaldinu, hún vill auka framlög í Fæðingarorlofssjóð, leggur til verulega hækkun á lífeyristryggingum almannatrygginga o.s.frv. og allt er þetta fjármagnað af tryggingagjaldinu. Ég velti því fyrir mér hvernig í ósköpunum hv. þingmaður ætlar að fara að því að auka framlög til Fæðingarorlofssjóðs, auka og hækka lífeyristryggingar (Forseti hringir.) almannatrygginga og veita síðan sveitarfélögunum hlutdeild í (Forseti hringir.) tryggingagjaldinu. Það fer ekki saman, hv. forseti.