145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:09]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Mikill hluti af lífeyrissjóðakerfinu er svo gríðarlega stór; það eru gríðarlega miklir fjármunir í því sem soga rosalega mikið til sín í gegnum þá ávöxtunarkröfu sem þeir eru með þó að hún sé ekki gríðarlega flókin. Það gerir að verkum að grunnspurningin er: Treystum við í raun fáu fólki fyrir svona miklum peningum í svona rosalega langan tíma? Svarið er einfaldlega nei. Það býður upp á gegnumstreymiskerfi sem lausn. Eða eitthvert bil þar á milli. Minna forðakerfi eins og við erum með, meiri hlutdeild, gegnumstreymiskerfi.

Annað með þennan títtrædda einkarekstur. Það hljómar ekkert mikið sem einkarekstur fyrir mér þegar hvort eð er er verið að greiða gjöldin með opinberum framlögum, þ.e. að einstaklingurinn sjálfur komi ekki á heilsugæslustöðina og borgi. Ef hann borgar ekki neitt þegar hann mætir er það ekki einkarekstur, sama þótt það sé einkaaðili sem rekur heilsugæsluna, ef hv. þingmaður skilur hvað ég á við. Það er ekki fullur einkarekstur. Það er ákveðin hlutdeild þar á milli hver borgar, hvort það er einkarekstur eða ekki.