145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:06]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með síðasta ræðumanni um að við erum vön því á þessum vinnustað að vinna fram eftir. Ég er svo spenntur að heyra ræður um fjárlagafrumvarpið að ég get varla beðið, þannig að ég mælist til þess að við tökum ekki allt of langa umræðu í þennan lið heldur drífum okkur í umræðuna um fjárlögin, sem er auðvitað afskaplega mikilvægt mál og stóra málið á þessu haustþingi. Það eru örugglega meiri líkur á því að þingfundir verði styttri ef við byrjum fyrr, ég held að það gefi augaleið. (Gripið fram í.) Þess vegna ætla ég til dæmis ekki að nýta allan tímann minn núna.