145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:06]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ekki svo að ég eða aðrir stjórnarandstöðuþingmenn, ímynda ég mér, veigri sér neitt við því standa hér kvöld og nætur við að ræða mál sem eru okkur mjög hugleikin. En mér finnst það hins vegar kurteisi þegar 2. umr. er að hefjast og menn eru enn þá í fyrstu ræðu að bjóða þeim ekki upp á að flytja fyrstu ræðuna klukkan tvo og þrjú að nóttu eða eftir miðnætti. Menn eru enn í fyrstu ræðu.

Þess vegna vil ég nú skora á hæstv. forseta að hugleiða það að taka tillit til þess hvar við erum stödd í umræðunni. Það gegnir kannski aðeins öðru máli þegar menn eru komnir í aðra ræðu þó að sú umræða dragist eitthvað fram á kvöld og nætur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)