145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:09]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að við ætlum að halda fund fram á nótt því að okkur veitir ekkert af. Það eru margir sem þurfa að tjá sig og margir sem vilja heyra það sem við höfum að segja.

Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað mönnum finnst hæfilegt. Nú er þetta fjárlagafrumvarp komið til 2. umr. Menn eru búnir að bíða eftir því og nú þegar það er komið fram vilja menn ekki ræða það nema í einhvern tiltekinn tíma.

Ég viðurkenni að ég skil það ekki alveg, þannig að ég hvet forseta til þess að við höldum fund fram á nótt og verum hér eins lengi og við þurfum. Drjúg eru morgunverkin [Hlátur í þingsal.] þannig að við skulum bara halda áfram þangað til dagar á ný.