145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:13]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Öðruvísi mér áður brá. Ég vil benda á að meðal annars hefur orðið röskun á starfsáætlun þingsins því að stjórnarandstaðan hefur verið nokkuð dugleg í málþófi þetta haustið. Það er ekki hægt að segja annað. (Gripið fram í.)

Svo er það bara þannig, virðulegi forseti, (BjG: … komið fram á …) að hér er einn þingmaður sem heldur einu þingmáli í heljargreipum, hv. þm. Össur Skarphéðinsson, og það er Þróunarsamvinnustofnun. Það er verið að stjaka einni stofnun inn í ráðuneyti og hér er allt í — [Frammíköll í þingsal.]

Virðulegi forseti. Geturðu kannski slegið í bjölluna? Það er einhver óróleiki í salnum. [Frammíköll í þingsal.] Hér er bara allt saman í (Forseti hringir.) uppnámi af því að það er einhver röskun á starfsáætlun þingsins.

Veistu það, virðulegi forseti, við töluðum oft inn í nóttina á síðasta kjörtímabili. Það var verið að ræða ESB. Það var verið að ræða Icesave. [Kliður í þingsal.] Þrisvar. (Forseti hringir.) Það var sífellt verið að reyna að breyta stjórnarskránni. (Gripið fram í.) Landsbankabréfið, rétt. Ég styð kvöldfund, virðulegi forseti.