145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:33]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum svarið. Ég er allmiklu nær, sem er bara ágætt. Við getum svo sem deilt einhvern tíma síðar um hvort við teljum þetta fýsilegan kost. En mig langar í seinna andsvari mínu aðeins að koma inn á eitt. Hv. þingmaður talaði um gestakomur hjá fjárlaganefnd og nefndi þar sveitarstjórnarfólk og að mikið hefði verið talað um málefni fatlaðs fólks. Mér finnst það persónulega dálítið skrýtið að fjallað sé um NPA-verkefnið í kafla í áliti meiri hlutans sem ber yfirskriftina Íþyngjandi löggjöf. Þá spyr ég: Íþyngjandi löggjöf fyrir hvern? Í það minnsta ekki fatlaða fólkið. Mig langar að heyra aðeins meira um það. Telur þingmaðurinn að breyta þurfi kostnaðarskiptingunni varðandi NPA? Þarf ríkið að koma inn í það verkefni í meira mæli en nú hefur verið og breyta þar með kostnaðarskiptingunni og auka hlut ríkisins í þessari þjónustu?