145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:37]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið.

Hvers vegna ekki var hægt að halda sig við það plan og hvaða forsendur voru þar á bak við? Halda má langar ræður um það. Það var einfaldlega verkefni þegar ný ríkisstjórn tók við og hún ákvað að leggja það til hliðar. Það er eiginlega svarið.

Við deilum alveg sameiginlegum áhuga á því að ráðast í innviðaframkvæmdir og fjárfestingar í þeim efnum og ég held að við verðum að leita líka annarra leiða til þess en að horfa bara til skatta og skattahækkana. Við fórum í ákveðnar breytingar sem þingmaðurinn rakti sem hefði verið forsenda eða svokölluð fjármögnun á þeim verkefnum sem við snerum frá, við lögðum aðrar áherslur.

En það stendur síðan algjörlega að við munum áfram taka arð út úr þessum bönkum. Við höfum aðrar áherslur en það fer ekkert frá okkur að þurfa að ráðast í innviðaframkvæmdir og fjárfestingar í þeim efnum.